just an ordinary monday...

já það er víst.... ég gerði að upp við sjálfa mig um daginn að mánudagur er vægast sagt ekki í uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega ekki eftir vinnuhelgi. Ekki það að hann gerði eitthvað af sér, nei hann er bara svo illa staðsettur greyið. Ég er sko nefnilega þannig að það að vakna og standa upp kl 7:50 er vægast sagt ekki eitthvað sem er inn á topp 10 listanum minum, sérstaklega þar sem ég hef verið skilgreind sem b-manneskja með stóri B-éi....

B-é manneskjur, svona eins og ég, finnst gott að sofa út og vilja helst vaka langt fram á nótt... tilvalið væri ef dagurinn byrjaði kl 10 :)  en þar sem vinnudaginn og skóladagur miðast við a-manneskjur þá verður svona fólk eins og ég að sætta sig við sinn 5 - 6 tima svefn á hverri nóttu, yfirleitt styttra, ekki það að við reynum ekki, nei við erum bara ekki gerð þannig! Annað með okkur B-é manneskjunar það liggur við að það sé sama hvenær við förum að sofa, það er bara kvöl að vakna kl 8, einnig veit ég um margar sem finnst gott að leggja sig á daginn (ummm Halo ) og ég er bara ekki frá því en að ég sé ein af þeim..

en þar sem ég þarf að stunda minn skóla og mína vinnu þá sé ég ekki fram á það að vera kominn heim fyrr en kl 7 og eftir það þarf að læra.. þannig að blundur er kannski ekki alveg möguleiki í dag Frown .. en ætli maður verði ekki bara að sætta sig við orðinn hlut og læra að komast af í amstri dagsins, þrátt fyrir að það henti manni ekki alveg fullkomlega...

en já tilgangslausa bloggið mitt sem ég ákvað að framkvæma i náttúrufræði var bara svona í samræmi við tilgangslausu fréttina inn á mbl, langaði bara að vera með LoL

já ég veit ég er fyndin..  ha ha, þið eigið að hlæja með mér ekki að mér..!

en eigið góðan dag, þið sem villtust inn á þetta blogg og hafið ekkert annað betra að gera á grámyglulegum mánudagsmorgni enn að skoða blogg inn á mbl, ég skil sársauka ykkar ( og núna kemur svona geðveikt píanósóló eins og í Cold Creek, en hún var sýnd í sjónvarpinu á föstudagskvöldið )


mbl.is Giftist inn í indverska fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já jæja eigum við nokkuð að ræða mánudaga?  eða BÉ fólk? En hérna á austurlandi er komin vetur á ný, ekki að hann hafi neitt farið, hann er bara hérna, ég hef heyrt hérna um "gamla" Breiðdælinga að þetta hafi bara ekki gerst í mööööörg ár að það sé enn snjór í fjöllum hvað þá byggð á þessum árstíma. En bara svo þú vitir þá snjóaði hérna í nótt alveg helling, ég er nú farin að spá í hvort við höfum eitthvað færst norðurpólnum  svo það er kannski ekkert skrítið að það sé erfitt að vakna snemma á morgnana, en það er að vísu komin glampandi sól hérna núna, svo það lyftist á manni brúnin ört.

p.s. alveg er þetta brilliant blog hjá þér, en mér finnst þú ættir að skrifa meira hérna inn til að maður fái nú fréttir þarna að sunnan

Kærar kveðjur að austan til þín dúllan mín.

Selma

Selma (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhanna Hlöðversdóttir

Höfundur

Jóhanna Hlöðversdóttir
Jóhanna Hlöðversdóttir

Algjör nautnaseggur sem veit ekkert betra en góðan mat og blund á eftir...

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband